Innlent

Beðið eftir að búrið komi til Skagafjarðar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Völundur Jónsson

Búr, sem nota á til að flytja ísbjörninn úr landi, er nú á leið til Skagafjarðar en það kom til landsins með Dananum Carsten Grøndahl sem er sérfræðingur í að meðhöndla villt dýr.

Að sögn Guðnýjar Jóhannesdóttur, ritstjóra Héraðsfréttablaðsins Feykis, er nú beðið eftir að búrið komi á staðinn en ekið er með það frá Akureyri. Grøndahl var fluttur í Skagafjörðinn með þyrlu Landhelgisgæslunnar og er kominn þangað.

Búist er við að aðgerðir hefjist þegar búrið kemur og er áætlað að deyfilyfi verði skotið í dýrið nálægt klukkan 18. Enn er ekki ljóst hvernig aðkomu fjölmiðla verður stýrt en vonir standa til að atburðurinn náist á filmu. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flaug til Sauðárkróks fyrir rúmri klukkustundu ásamt fréttamanni frá Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×