Heimsmeistarinn Sebastien Loeb slapp með skrekkinn í Monte Carlo rallinu um helgina þegar lögreglumaður gekk í veg fyrir bíl hans á ógnarhraða. Aðeins munaði sentimetrum að maðurinn yrði fyrir bílnum.
Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu.
Loeb sigraði í rallinu en eins og sjá má á myndbandinu getur hann talist heppinn að hafa ekki ekið yfir lögreglumanninn. Sá kippti sér þó ekki mikið upp við það þó Citroen-bifreið heimsmeistarans strykist við hann á fullri ferð.