Viðskipti innlent

Búinn að fá nóg

Gísli Kjartansson
Gísli Kjartansson
„Ég er búinn að fá nóg. Það hafa verið miklir erfiðleikar í sumar," segir Gísli Kjartansson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu.

Aðspurður hvað taki við segist Gísli ætla á eftirlaun, enda verði hann brátt 65 ára gamall.

Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sparisjóða er hann þó enn á skrá yfir starfsmenn sparisjóðs Mýrarsýslu. Hann er formaður Sambandsins og samkvæmt lögum þess verða menn að vera í starfi til að geta gegnt þar trúnaðarstörfum. Ársfundur sambandsins verður haldinn um miðjan október.

Bernhard Þór Bernhardsson hefur tekið við af Gísla sem sparisjóðsstjóri. Hann var áður forstöðumaður viðskiptaþjónustu sparisjóðsins.

Rekstur Sparisjóðs Mýrasýslu hefur gengið afleitlega í ár. Eigið fé sparisjóðsins hefur rýrnað um fimm milljarða það sem af er ári, einkum vegna verðfalls á hlutabréfamörkuðum.

Kaupþing hefur komið að málefnum sparisjóðsins og skráð sig fyrir 1.750 milljónum króna af tveggja milljarða stofnfjáraukningu sparisjóðsins. Skammt er frá því að hluthafar í SPRON samþykktu að Kaupþing tæki bankann yfir. - ikh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×