Bakvakt sérfræðinga á eitrunarmiðstöð LSH sagt upp Guðjón Helgason skrifar 29. janúar 2008 18:56 Engin bakvakt sérfræðinga verður á eitrunarmiðstöð Landspítalans frá fyrsta apríl. Læknir miðstöðvarinnar segir símaþjónustu hennar sjálfhætt og mögulega þurfi að breyta viðbragðsáætlun spítalans. Slysa- og bráðasviði Landspítala háskólasjúkrahúss hefur verið gert að spara hundrað og ellefu milljónir á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun spítalans. Fram hefur komið að vaktir lækna á neyðarbílum eru aflagðar. Bakvakt sérfræðinga á eitrunarmiðstöð hefur einnig verið sagt upp til að spara fimm komma sex milljónir í ár. Allt að tólf hundruð manns hringja í grænt númer eitrunardeildarinnar til að fá upplýsingar og aðstoð vegna gruns um eitrun - oftast hjá ungum börnum. Læknar á slysa- og bráðadeild - oftast unglæknar - manna þann síma og leiti til bakvaktar lyfjafræðinga og sérfræðilæknis með erfið tilvik. Þeirri bakvat var sagt upp um áramótin. Elísabet Benedikz, læknir hjá eitrunarmiðstöðinni, segir að með þessu verði símaþjónustu sjálfhætt. Gera megi ráð fyrir að með þessu leiti fólk nú beint á slysa- og bráðadeild eða á heilsugæslustöðvar með tilvik sem oft hefði mátt leysa úr í gegnum síma. Elísabet bendir á að læknir á eitrunarmiðstöð sé hluti af viðbragðsáætlun Landspítalans komi til hópeitrunar líkt og þegar klórgasslysinu í sundlauginni á Eskifirði sumarið 2006. Vaktin sé skrifuð inn í viðbragðsáætlunina og hana þurfi að endurskoða fari svo að vaktin sé aflögð eins og hafi verið tilkynnt. Már Kristjánsson, sviðsstjóri slysa- og bráðasviðs sagði í samtali við fréttastofu að eitrunarmiðstöð yrði áfram rekin og símaþjónustan sömuleiðis, þó bakvakt sérfræðinga hefði verið sagt upp. Hvað viðbragðsáætlun varaðið yrði staðið við skuldbindingar sviðsins. Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Engin bakvakt sérfræðinga verður á eitrunarmiðstöð Landspítalans frá fyrsta apríl. Læknir miðstöðvarinnar segir símaþjónustu hennar sjálfhætt og mögulega þurfi að breyta viðbragðsáætlun spítalans. Slysa- og bráðasviði Landspítala háskólasjúkrahúss hefur verið gert að spara hundrað og ellefu milljónir á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun spítalans. Fram hefur komið að vaktir lækna á neyðarbílum eru aflagðar. Bakvakt sérfræðinga á eitrunarmiðstöð hefur einnig verið sagt upp til að spara fimm komma sex milljónir í ár. Allt að tólf hundruð manns hringja í grænt númer eitrunardeildarinnar til að fá upplýsingar og aðstoð vegna gruns um eitrun - oftast hjá ungum börnum. Læknar á slysa- og bráðadeild - oftast unglæknar - manna þann síma og leiti til bakvaktar lyfjafræðinga og sérfræðilæknis með erfið tilvik. Þeirri bakvat var sagt upp um áramótin. Elísabet Benedikz, læknir hjá eitrunarmiðstöðinni, segir að með þessu verði símaþjónustu sjálfhætt. Gera megi ráð fyrir að með þessu leiti fólk nú beint á slysa- og bráðadeild eða á heilsugæslustöðvar með tilvik sem oft hefði mátt leysa úr í gegnum síma. Elísabet bendir á að læknir á eitrunarmiðstöð sé hluti af viðbragðsáætlun Landspítalans komi til hópeitrunar líkt og þegar klórgasslysinu í sundlauginni á Eskifirði sumarið 2006. Vaktin sé skrifuð inn í viðbragðsáætlunina og hana þurfi að endurskoða fari svo að vaktin sé aflögð eins og hafi verið tilkynnt. Már Kristjánsson, sviðsstjóri slysa- og bráðasviðs sagði í samtali við fréttastofu að eitrunarmiðstöð yrði áfram rekin og símaþjónustan sömuleiðis, þó bakvakt sérfræðinga hefði verið sagt upp. Hvað viðbragðsáætlun varaðið yrði staðið við skuldbindingar sviðsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira