Viðskipti erlent

Kreppa vofir yfir japönskum bílaiðnaði

Bíll í framleiðslu í Toyota-verksmiðjunum.
Bíll í framleiðslu í Toyota-verksmiðjunum.

Bílaiðnaðurinn í Japan er að lenda í kreppu vegna síminnkandi bílasölu. Búist er við afkomuviðvörun frá Toyota þar sem fram komi að fyrirtækið sé rekið með tapi og Honda á í miklum erfiðleikum.

Útflutningur frá Japan dróst meira saman i síðasta mánuði en dæmi eru um frá stríðslokum, fyrir rösklega hálfri öld. Fram er komið í fréttum að bílarisarnir General Motors og Chrysler í Bandaríkjunum rambi á barmi gjaldþrots og fregnir eru farnar að berast af erfiðleikum ýmissa bílaframleiðenda í Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×