Innlent

Ólafur F: Styður Hönnu Birnu skilyrðislaust

Ólafur F. Magnússon
Ólafur F. Magnússon

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir það fullkomlega út í hött að hann vilji ekki að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, taki við borgarstjórastólnum í mars á næsta ári líkt og tímaritið Mannlíf heldur fram á vef sínum.

„Það er ekki minn stíll að hóta svona. Ég er trúr málefnasamningnum og vinn mjög þétt með Hönnu Birnu. Á milli okkar ríkir fullkomið traust og trúnaður," segir Ólafur.

Aðspurður um það hvort að hann hafi þá ekki neinar hugmyndir þess efnis að hann verði borgarstjóri út kjörtímabilið svarar Ólafur því neitandi. „Hanna Birna verður borgarstjóri eins og kemur fram í málefnasamningnum. Það er óhætt bera annað til baka," segir Ólafur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×