Viðskipti innlent

Glitnir hækkar mest í morgunsárið

Lárus Welding, forstjóri Glitnis.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Mynd/Vilhelm
Gengi hlutabréfa í Glitni hækkaði um 3,23 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Landsbankans, sem hækkaði um 1,34 prósent og Færeyjabanka, sem hækkaði um 0,6 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa Spron um 4,35 prósent og Existu um 4,12 prósent, Straums um 1,95 prósent og Marels um 1,09 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Kaupþingi um 0,6 prósent og Össuri um 0,3 prósent. Talsverðar sviptingar voru á lækkunarhliðinni nokkrum mínútum eftir að viðskiptadagurinn rann upp. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,29 prósent og stendur hún í 3.125 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×