Dettur ekki í hug að biðja Þórhall afsökunar Breki Logason skrifar 3. júní 2008 19:44 „Nei, mér dettur það ekki í hug og stend við hvert einasta orð," segir Árni Snævarr aðspurður hvort hann sjái ástæðu til þess að biðja Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra Rúv afsökunar á ummælum sem hann lét falla á bloggi sínu á Eyjunni. Þórhallur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Árni ætti að biðjast afsökunar á ummælunum. Forsaga málsins er sú að Árni gerði heimildarmynd um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið sem styrkt var af Samtökum Iðnaðarins. Þórhallur sagði við Vísi fyrr í dag að hann hefði ekki viljað taka myndina til sýningar í Ríkissjónvarpinu þar sem honum fannst hún frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram. „Ef þetta er ástæðan þá hefur Þórhallur sagt okkur rangt frá þegar hann sagðist ekki hafa horft á myndina," segir Árni og bendir á að útvegsmenn hafi tekið þátt í myndinni með því skilyrði að ef þeim fyndist hún hlutdræg mættu þeir hoppa frá borði. „Þeir horfðu á myndina og voru sáttir." Í fyrrnefndri bloggfærslu skýtur Árni fast og leiðir að því líkur að Þórhallur sé hræddur við Sjálfstæðisflokkinn sem hafi ekki viljað sýna myndina. Þessar tengingar segir Þórhallur ósmekklegar og hreinasta dónaskap. „Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf," sagði Þórhallur við Vísi fyrr í dag. Árni segir hinsvegar ekki koma til greina að biðjast afsökunar á ummælunum enda liggi þetta í augum uppi. „Þórhallur sagði mér einfaldlega að honum þætti það líta illa út að Samtök Iðnaðarins væru að styrkja myndina. Þá spyr ég í augum hvers?," segir Árni og svarar sjálfur um hæl. „Í augum Sjálfstæðisflokksins auðvitað." Árni segist þrátt fyrir allt ekki bera neinn kala til Þórhalls og segir hann mega skíta sig út hvenær sem er. „Mér er alveg sama enda hef ég verið lengi í þessum bransa. Öfugt við Þórhall þá á ég mjög auðvelt með að taka því þegar aðrir eru mér ósammála. Það væri líka hundleiðinlegt ef allir væru alltaf sammála." Blogg Árna. Hægt er að horfa á heimildarmynd Árna með þessari frétt Tengdar fréttir „Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
„Nei, mér dettur það ekki í hug og stend við hvert einasta orð," segir Árni Snævarr aðspurður hvort hann sjái ástæðu til þess að biðja Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra Rúv afsökunar á ummælum sem hann lét falla á bloggi sínu á Eyjunni. Þórhallur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Árni ætti að biðjast afsökunar á ummælunum. Forsaga málsins er sú að Árni gerði heimildarmynd um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið sem styrkt var af Samtökum Iðnaðarins. Þórhallur sagði við Vísi fyrr í dag að hann hefði ekki viljað taka myndina til sýningar í Ríkissjónvarpinu þar sem honum fannst hún frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram. „Ef þetta er ástæðan þá hefur Þórhallur sagt okkur rangt frá þegar hann sagðist ekki hafa horft á myndina," segir Árni og bendir á að útvegsmenn hafi tekið þátt í myndinni með því skilyrði að ef þeim fyndist hún hlutdræg mættu þeir hoppa frá borði. „Þeir horfðu á myndina og voru sáttir." Í fyrrnefndri bloggfærslu skýtur Árni fast og leiðir að því líkur að Þórhallur sé hræddur við Sjálfstæðisflokkinn sem hafi ekki viljað sýna myndina. Þessar tengingar segir Þórhallur ósmekklegar og hreinasta dónaskap. „Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf," sagði Þórhallur við Vísi fyrr í dag. Árni segir hinsvegar ekki koma til greina að biðjast afsökunar á ummælunum enda liggi þetta í augum uppi. „Þórhallur sagði mér einfaldlega að honum þætti það líta illa út að Samtök Iðnaðarins væru að styrkja myndina. Þá spyr ég í augum hvers?," segir Árni og svarar sjálfur um hæl. „Í augum Sjálfstæðisflokksins auðvitað." Árni segist þrátt fyrir allt ekki bera neinn kala til Þórhalls og segir hann mega skíta sig út hvenær sem er. „Mér er alveg sama enda hef ég verið lengi í þessum bransa. Öfugt við Þórhall þá á ég mjög auðvelt með að taka því þegar aðrir eru mér ósammála. Það væri líka hundleiðinlegt ef allir væru alltaf sammála." Blogg Árna. Hægt er að horfa á heimildarmynd Árna með þessari frétt
Tengdar fréttir „Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
„Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44