Valsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var í dag kallaður inn í landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar fyrir leik Íslands og Wales sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld.
Birkir verður 19. maðurinn í hóp Ólafs, en hann er kallaður til vegna óvissu sem ríkir um liðsfélaga hans Bjarna Ólaf Eiríksson sem er meiddur í baki.