Viðskipti innlent

Hagræðingahaustið mikla

Hagræðing felst í sameiningu fjármálafyrirtækja hér á landi. Þetta segir greiningardeild Glitnis í Morgunkorni sínu í dag undir yfirskriftinni: Haust hinna miklu hagræðinga? Þar er bent á að 34 fjármálafyrirtæki séu starfandi hér á landi sem hafa starfsleyfi. Verði það að teljast einstakt í ekki stærra hagkerfi.

Greiningardeildin segir fjármálafyrirtæki hafa sprottið upp hér á landi sem gorkúlur undanfarin á enda kjöraðstæður fyrir slíka starfsemi í kjölfar aukins freslsis í regluverki og greiðs aðgangs að ódýru lánsfé. Í því árferði sem nú ríki í kjölfar lausafjárkrísunnar sé eðlilegt að velta fyrir sér hvar megi ná fram hagræði með sameiningu fjármálafyrirtækja.

Þá segir Glitnir, líkt og víða hefur komið fram, að tvær meginleiðir séu mögulegar í því samrunaferli sem nú sé útlit fyrir að sé framundan. Smærri fjármálafyrirtæki gætu verið yfirtekin af þeim stærri auk þess sem smærri fyrirtæki gætu sameinast í stærri einingar. Líklegt sé að báðar þessar leiðir verði að raunveruleika á næstu mánuðum.

Greiningardeild Glitnis










Fleiri fréttir

Sjá meira


×