Innlent

Opið í Skálafelli í fyrsta skipti í 3 ár

Mörg skíðasvæði eru opin í dag. Til að mynda eru diskalyftur opnar í Skálafelli í fyrsta skipti í um þrjú ár. Stefnt er að opna stólalyftuna þar síðar í dag eða á morgun.

Allar lyftur eru opnar í Bláfjöllum. Þar er ágætt færi, -3 gráður og 5 - 10 metrar á sekúndu.

Þá er opið í Hlíðarfjalli. Þar er frábært veður. Blankalogn og -6 gráður. Fjallið er opið frá 10 - 17 í dag. Þrátt fyrir snjóléttan vetur í Hlíðarfjalli hefur gestum fjölgað um 15% og opnunardögum hefur einnig fjölgað og munar þar mest um framleiddan snjó sem er uppistaðan í dag.

Skíðasvæðið í Tindastól í Skagafirði verður opið frá klukkan 11 til 17 í dag. Þar er -6 gráður, suðaustan átt, 4 metrar á sekúndu, léttskýjað og fínasta skíðafæri að sögn staðarhaldara.

Þá verður skíðasvæðið á Siglufirði einnig opið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×