Innlent

Fjórir handteknir í Reykjanesbæ

Einn ökumaður var tekinn í Reykjanesbæ í gærkvöld grunaður um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá fannst lítilræði af meintum kannabisefnum og áhöld til fíkniefnaneyslu í bifreiðinni og voru því fjórir farþegar, sem voru í bifreiðinni einnig handteknir og fluttir á lögreglustöð til yfirheyrslu. Allir aðilarnir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×