Tiger Woods komst í dag í undanúrslit í heimsmeistarakeppninni í holukeppni sem fer fram í Arizona í Bandaríkjunum.
Hann mætir í kvöld Svíanum Henrik Stenson sem hefur titil að verja á mótinu.
Tiger vann 3&2 sigur á KJ Choi frá Suður-Kóreu fyrr í dag og Stenson vann Woody Austin frá Bandaríkjunum.
Þá mætast Justin Leonard og Stewart Cink í hinum undanúrslitunum. Leonard vann Vijay Singh og Cink lagði Angel Cabrera.