Lífið

Friðrik Ómar og Regína til Serbíu

Þetta verða fulltrúar okkar í Eurovision í Serbíu í maí.
Þetta verða fulltrúar okkar í Eurovision í Serbíu í maí. MYND/DANÍEL

Friðrik Ómar og Regína Ósk verða fulltrúar Íslands í Eurovision-söngvakeppninni í Serbíu í maí. Euro-bandið með þau tvö innanborðs bar sigur úr býtum í úrslitum íslensku undankeppninnar í Smáralind í kvöld með laginu This is My Life eftir Örlyg Smára.

Lag Barða Jóhannessonar Ho ho ho we say hey hey hey í flutningi Mercedez Club hafnaði í öðru sæti og Dr. Spock endaði í þriðja sæti með lagið Hvar ertu nú? eftir Dr. Gunna.

Vel á annað hundruð þúsund atkvæði bárust áhorfendum að sögn kynna kvöldsins þeirra Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Gísla Einarssonar.

Þetta er sætt fyrir bæði Friðrik Ómar og Regínu því þau hafa verið nálægt að því að komast áfram áður. Friðrik Ómar hafnaði í öðru sæti í fyrra á eftir Eiríki Haukssyni og í þriðja sæti 2006 á eftir Regínu og síðan Sylvíu Nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.