Innlent

Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari.
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari.

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir að nálgunarbanni sé ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum. ,,Forsendurnar eru í dómnum og byggist á því að menn verði ekki beittir þvingunum nema samkvæmt skýrum lagaákvæðum," segir Jón Steinar sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um dóm Hæstaréttar frá því í gær.

Hæstiréttur hafnaði beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að sex mánaða nálgunarbanni manns, sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, yrði framlengt um þrjá mánuði.

Meirihluti dómenda Hæstaréttar í málinu, þeir Jón Steinar og Ólafur Börkur Þorvaldsson, telur að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn muni brjóta gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni eða raski friðar hennar á annan hátt. Páll Hreinsson skilaði sératkvæði.

Jón Steinar vildi ekkert láta hafa eftir sér varðandi orð Atla Gíslasonar, alþingismanns og hæstaréttarlögmanns, sem telur að hann hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. Atli sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Jón Steinar hefði gott af við því að vinna sjálfboðaliðavinnu á neyðarmóttöku Borgarspítalans, Kvennaathvarfinu og Stígamótum.

- Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum

- Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann

- Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana




Fleiri fréttir

Sjá meira


×