Viðskipti innlent

Byr hættir að tala við Glitni

Stjórn Byrs sparisjóðs hefur í dag hætt sameiningarviðræðum við Glitni banka hf.

„Stjórn Byrs sparisjóðs ákvað í morgun að hætta sameiningarviðræðum við Glitni banka hf. en viðræðurnar sem hófust laugardaginn 20. september síðastliðinn voru ennþá á frumstigi.

Varðandi ástæður þess að viðræðum var hætt vísast til fréttatilkynningar Glitnis banka hf. fyrr í dag.

Staða Byrs sparisjóðs er sem fyrr sterk. Áhersla verður lögð á að viðhalda núverandi styrk sparisjóðsins."

Þetta kemur fram í frétt inn á vef Byrs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×