Varaði við ástandinu fyrir tveimur árum síðan Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 19. júní 2008 18:59 Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor. Í tilefni kvenréttindadagsins ræddi Vísir við Dr. Herdísi Þorgeirsdóttur, prófessor við Háskólann á Bifröst, um stöðu kvenna í stjórnum fyrirtækja. Hún segir að sú staða sem er uppi núna þar sem ungir karlmenn eru helst í framvarðasveitinni sé ekki góð og að Tengslanets-ráðstefnan Völd til kvenna hafi varað við ástandinu árið 2006.Markmenn eiga ekki einir að stjórna leikskipulaginu „Það þarf meiri breidd í forystuhópinn. Rödd kvenna þarf að heyrast, vegna hæfileika þeirra, getu og reynslu, sem er því miður ekki verið að nýta í ákvarðanatöku í efstu lögum," segir Herdís. Fyrir stuttu sendi Rannsóknarsetur vinnuréttar við Háskólann á Bifröst frá sér skýrslu þar sem meðal annars kom fram að konur eru eingöngu tíu prósent allra stjórnarmanna hjá þeim ellefu fyrirtækjum sem mynda aðallista Kauphallarinnar eða eingöngu sex talsins. Herdís líkir þessari staðreynd við það að ef eingöngu markmenn frá Suður-Evrópu myndu stjórna öllu leikskipulagi í knattspyrnu.Karlmenn hampa hverjir öðrumHerdís segir að þrátt fyrir að hæfar konur sé að finna alls staðar innan fyrirtækjanna reynist það þrautin þyngri fyrir þær að komast í stjórnunarstöður. Herdís segir að almennt hampi karlmenn hverjir öðrum og geti í sumum tilvikum hvorki horft á konur né talað við þær nema eingöngu sem kynverur. „Það er brýn nauðsyn að opna augu fólks og knýja fram hugarfarsbreytingu til að auka jafnfrétti, hvort sem er innan fjölskyldna eða fyrirtækja."Ekki ástæða til að óttast lagasetningu Herdís bendir á að konur séu að verða menntaðri en karlmenn og þær hafi ekki minni reynslu og því mikilvægt að þeim sé hleypt inn í stjórnir fyrirtækja. Hún telur að hið slæma efnahagsástand sem nú ríki gæti kallað fram hugarfarsbreytingu. Herdís nefnir einnig að lög um jöfnun kynjahlutfalla í stjórnum fyrirtækja gætu verið nauðsynleg og sér ekki hvern þau ættu að skaða.Tengslanets-ráðstefnan varaði við þróuninni Á Tengslanets-ráðstefnunni Völd til kvenna árið 2006, sem Herdís var í forsvari fyrir, sendi ráðstefnan frá sér ályktun um nauðsyn kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Þar var varað við því að rýr hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja vegi ekki aðeins að jafnrétti kynjanna heldur væri slíkt ástand hættulegt íslensku efnhags- og atvinnulífi sem og samfélaginu öllu. „Þegar við sendum frá okkur þessa ályktun urðu margir hneysklaðir en mér sýnist að hún hafi verið orð í tíma töluð. Ég er sannfærð um að jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins er forsenda velferðar.“ Meginatriðið að mati Herdísar er að lagasetning um kynjakvóta gæti flýtt þeirri þróun sem er forsenda efnahagslegra framfara, það er að bæði kynin komi að stjórnun og mótun samfélagsins. „Þar sem er jafnfrétti, þar er friður og farsæld," og eru það viðeigandi orð á kvenréttindeginum sem haldinn er hátíðlegur í dag, 19. júní. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Í tilefni kvenréttindadagsins ræddi Vísir við Dr. Herdísi Þorgeirsdóttur, prófessor við Háskólann á Bifröst, um stöðu kvenna í stjórnum fyrirtækja. Hún segir að sú staða sem er uppi núna þar sem ungir karlmenn eru helst í framvarðasveitinni sé ekki góð og að Tengslanets-ráðstefnan Völd til kvenna hafi varað við ástandinu árið 2006.Markmenn eiga ekki einir að stjórna leikskipulaginu „Það þarf meiri breidd í forystuhópinn. Rödd kvenna þarf að heyrast, vegna hæfileika þeirra, getu og reynslu, sem er því miður ekki verið að nýta í ákvarðanatöku í efstu lögum," segir Herdís. Fyrir stuttu sendi Rannsóknarsetur vinnuréttar við Háskólann á Bifröst frá sér skýrslu þar sem meðal annars kom fram að konur eru eingöngu tíu prósent allra stjórnarmanna hjá þeim ellefu fyrirtækjum sem mynda aðallista Kauphallarinnar eða eingöngu sex talsins. Herdís líkir þessari staðreynd við það að ef eingöngu markmenn frá Suður-Evrópu myndu stjórna öllu leikskipulagi í knattspyrnu.Karlmenn hampa hverjir öðrumHerdís segir að þrátt fyrir að hæfar konur sé að finna alls staðar innan fyrirtækjanna reynist það þrautin þyngri fyrir þær að komast í stjórnunarstöður. Herdís segir að almennt hampi karlmenn hverjir öðrum og geti í sumum tilvikum hvorki horft á konur né talað við þær nema eingöngu sem kynverur. „Það er brýn nauðsyn að opna augu fólks og knýja fram hugarfarsbreytingu til að auka jafnfrétti, hvort sem er innan fjölskyldna eða fyrirtækja."Ekki ástæða til að óttast lagasetningu Herdís bendir á að konur séu að verða menntaðri en karlmenn og þær hafi ekki minni reynslu og því mikilvægt að þeim sé hleypt inn í stjórnir fyrirtækja. Hún telur að hið slæma efnahagsástand sem nú ríki gæti kallað fram hugarfarsbreytingu. Herdís nefnir einnig að lög um jöfnun kynjahlutfalla í stjórnum fyrirtækja gætu verið nauðsynleg og sér ekki hvern þau ættu að skaða.Tengslanets-ráðstefnan varaði við þróuninni Á Tengslanets-ráðstefnunni Völd til kvenna árið 2006, sem Herdís var í forsvari fyrir, sendi ráðstefnan frá sér ályktun um nauðsyn kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Þar var varað við því að rýr hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja vegi ekki aðeins að jafnrétti kynjanna heldur væri slíkt ástand hættulegt íslensku efnhags- og atvinnulífi sem og samfélaginu öllu. „Þegar við sendum frá okkur þessa ályktun urðu margir hneysklaðir en mér sýnist að hún hafi verið orð í tíma töluð. Ég er sannfærð um að jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins er forsenda velferðar.“ Meginatriðið að mati Herdísar er að lagasetning um kynjakvóta gæti flýtt þeirri þróun sem er forsenda efnahagslegra framfara, það er að bæði kynin komi að stjórnun og mótun samfélagsins. „Þar sem er jafnfrétti, þar er friður og farsæld," og eru það viðeigandi orð á kvenréttindeginum sem haldinn er hátíðlegur í dag, 19. júní.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira