Fótbolti

Átta sigrar í níu leikjum hjá Hoffenheim

Leikmenn Hoffenheim ærast af fögnuði eftir hvern einasta deildarleik og öskubuskuævintýrið heldur áfram
Leikmenn Hoffenheim ærast af fögnuði eftir hvern einasta deildarleik og öskubuskuævintýrið heldur áfram NordicPhotos/GettyImages

Kraftaverkalið Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni er ekkert að slá af í toppbaráttunni.

Liðið vann auðveldan 3-0 sigur á Bielefeld í dag á meðan keppinautar þeirra í Bayern unnu 2-0 útisigur á Leverkusen með mörkum frá Luca Toni og Miroslav Klose í síðari hálfleik.

Hoffenheim hefur hlotið 34 stig í 15 leikjum en Bayern kemur þar á eftir með 31 stig.

Bayern hefur unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum, en toppliðin mætast einmitt í deildinni næstkomandi föstudag.

Leikir dagsins í Þýskalandi:

Hoffenheim 3 - 0 Bielefeld

1-0 V. Ibisevic ('5)

2-0 Carlos Eduardo ('11)

3-0 F. Copado ('89, víti)

Bayer Leverkusen 0 - 2 Bayern München

0-1 L. Toni ('59)

0-2 M. Klose ('82)

Werder Bremen 5 - 0 Frankfurt

1-0 C. Pizarro ('11)

2-0 C. Pizarro ('20)

3-0 Diego ('44, víti)

4-0 C. Pizarro ('62)

5-0 A. Hunt ('75)

Hannover 3 - 2 Karlsruher

1-0 M. Hanke ('12)

2-0 M. Hanke ('18)

3-0 M. Forssell ('44)

3-1 A. Silva ('48, víti)

3-2 L. Stindl ('87)

Gladbach 1 - 3 Cottbus

0-1 M. Bradley ('17, sjálfsmark)

0-2 D. Sørensen ('51)

1-2 S. Gohouri ('59)

1-3 E. Jula ('85)












Fleiri fréttir

Sjá meira


×