Viðskipti innlent

Óljóst gengi krónunnar

Mjög óljóst er hvert gengi krónunnar er í raun og veru í dag.
Mjög óljóst er hvert gengi krónunnar er í raun og veru í dag.
Gengi krónunnar lækkaði um 0,6 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 207 stigum. Gengið er hins vegar nokkuð á reiki því ein evra hjá Kaupþingi í Svíþjóð kostar 197 krónur en 155 krónur hér. Munar þar um 42 krónur á meðalgengi Seðlabanka Íslands og á gengi krónu utan landsteina. Einn bandaríkjadalur kostar samkvæmt meðalgenginu 114,9 krónur. Fyrir einn bandaríkjadals þarf hins vegar að reiða fram 145 krónur í Svíþjóð. Samkvæmt meðalgengi kostar þá eitt breskt pund 200 íslenskar og ein dönsk króna 20,7 krónur. Samkvæmt Kaupþingi í Svíþjóð kostar eitt pund 255 krónur hjá Kaupþingi í Svíþjóð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×