Viðskipti innlent

Alfesca rauk upp í Kauphöllinni

Xavier Govare, forstjóri Alfesca.
Xavier Govare, forstjóri Alfesca. Mynd/Rósa

Gengi hlutabréfa í Alfesca rauk upp um 12,68 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma féllu önnur eða stóðu í stað.

Gengi bréfa í Century Aluminum féll um 23,3 prósent, Bakkavarar um 8,09 prósent, Atlantic Petroleum um fimm prósent, Atorku um 4,76 prósent, Marel um 2,95 prósent og Færeyjabanka um 2,5 prósent.

Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri um 1,91 prósent og Eimskip um 0,75 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,85 prósent og endaði í 648 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×