Formúla 1

Njósnamálið úr sögunni

NordcPhotos/GettyImages

Keppnislið Ferrari og McLaren í Formúlu 1 hafa ákveðið að binda formlega enda á deiluna vegna njósnamálsins sem setti ljótan svip á íþróttina á síðasta ári.

McLaren liðið fékk háa sekt og var dæmt úr leik í keppni bílasmiða eftir að upplýsingar um starfsemi Ferrari-liðsins fundust í herbúðum liðsins.

Ferrari liðið hefur nú ákveðið að leggja niður öll kærumál eftir "ítrekaðar afsökunarbeiðnir" McLaren manna.

Ferrari ætlar þó ekki að láta mál sitt gegn fyrrum starfsmanninum Nigel Stephney falla niður, en sá er sakaður um að hafa rænt upplýsingum frá Ferrari og komið þeim til keppinautarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×