Viðskipti innlent

Kaupþingsbréf hækka í Svíþjóð

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri.
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri.

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð er í sænsku kauphöllina hafa hækkað um 1,3 prósent það sem af er dags. Gengið stendur nú í 58,5 sænskum krónum á hlut. Það jafngildir 774 krónum á hlut. Kauphöll Íslands er lokuð vegna Þjóðhátíðardagsins.

Til samanburðar hækkaði gengi bréfa í Kaupþingi um 0,4 prósent í Kauphöllinni í gær og endaði í 758 krónum á hlut.

Hækkun er í almennt á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Þannig hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 1,56 prósent það sem af er dags, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 1,33 prósent og CAC 40-vísitalan í Frakklandi um 0,9 prósent.

Samnorræna hlutabréfavísitalan OMX 40 hefur hækkað um prósentustig í dag. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en C-20 vísitalan þar í landi hefur hækkað um 2,25 prósent í dag. Minnst er hækkunin í Helsinki í Finnlandi, eða 0,7 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×