Sport

Silnov stökk hæst allra

Elvar Geir Magnússon skrifar
Silnov í miðju stökki í Peking.
Silnov í miðju stökki í Peking.

Andrey Silnov frá Rússlandi vann gullið í hástökki karla í dag. Hann stökk yfir 2,36 metra og dugði það honum til sigurs. Þessi úrslit koma ekki á óvart en Silnov var talinn sigurstranglegastur.

Germaine Mason frá Bretlandi hlaut silfrið og Yaroslav Rybakov frá Rússlandi tók bronsið. Þeir stukku báðir yfir 2,34 metra en þar sem Mason þurfti færri tilraunir endaði hann í öðru sæti.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×