Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi.
Fischer fæddist 9. mars 1943. Hann vakti snemma athygli fyrir gríðarlega skákhæfileika. Hann varð heimsmeistari í skák árið 1972 í einvígi sem kallað hefur verið einvígi síðustu aldar þegar hann atti kappi við Sovétmanninn Boris Spasskí í Reykjavík. Mótið stóð yfir frá því í júlí og fram í september og vann Fischer með 12 og hálfum vinningi gegn átta og hálfum vinningi Spasskís.
Fischer varð íslenskur ríkisborgari árið 2005 eftir að hann afsalaði sér bandarískum ríkisborgararétti til að forðas lögsókn þar, en Fischer hafði teflt við Spasskí í Júgóslavíu þvert á viðskiptabanna Bandaríkjanna. Fischer var af mörgum talinn einn mesti skákmaður allra tíma.