Enski boltinn

DIC: Engin tímamörk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Talsmaður fjárfestingarfélagsins DIC frá Dubai hafnaði í dag þeim fregnum að eigendur Liverpool hefðu sólarhring til að svara tilboði félagsins í Liverpool.

Fréttastofa BBC greindi frá því fyrr í dag að DIC hefði boðið 400 milljónir punda í Liverpool og gefið þeim Tom Hicks og George Gillett, eigendum félagsins, sólarhring til að svara tilboðinu.

„Engar tölur hafa verið nefndar opinberlega og viðræður halda áfram. Engin tímamörk hafa heldur verið sett," sagði Jehad Saleh, talsmaður DIC.

Framkvæmdarstjóri DIC, Sameer al-Ansari, staðfesti í morgun að félagið ætti í viðræðum við eigendur Liverpool um kaup á klúbbnum.


Tengdar fréttir

Eigendum Liverpool settir afarkostir

Fjárfestingarfyrirtækið DIC frá Dubai hefur gefið eigendum Liverpool, Tom Hicks og George Gillett, sólarhring til að ganga að tilboði þeirra í klúbbinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×