Viðskipti innlent

Kaupviðræður truflandi fyrir rekstur Woolworths

gunnar sigurðsson
gunnar sigurðsson
„Það eru tækifæri í rekstrinum,“ segir Steve Johnson, nýr forstjóri bresku verslanakeðjunnar Woolworths, sem tók við um mánaðamótin. Hann segir mögulegt að taka verslunina í gegn. Það verði ekki létt verk.

Malcolm Walker, forstjóri frystivörukeðjunnar Iceland, og Baugur lögðu fram tilboð upp á 50 milljónir punda, rúma sjö milljarða króna, í rúmlega 800 verslanir Woolworths fyrir nokkrum vikum. Tilboðinu var vísað út af borðinu eftir að málið lak í fjölmiðla í síðasta mánuði.

Markaðurinn hefur haft eftir Gunnari Sigurðssyni, forstjóra Baugs, að rekstur verslunarinnar hafi lengi verið ómarkviss og verði að taka til hendinni eigi að snúa honum til betri vegar.

Johnson sagði í samtali við breska dagblaðið Independent í vikubyrjun að viðræður við Baugsmenn og Walker væru truflandi og gætu mögulega staðið í vegi fyrir hans eigin tiltekt. Hann þurfi tíma til að kynna sér reksturinn og ræða við starfsfólk áður en næstu skref verði útlistuð.- jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×