Innlent

Færeyingar vilja aðild að EFTA

Guðjón Helgason skrifar

Færeyingar vilja fá aðild að EFTA og njóta til þess stuðnings Íslendinga. Høgni Hoydal, sem fer með utanríkismál í landsstjórn Færeyja, kom í opinbera heimsókn til Íslands síðdegis.

Høgni Hoydal er leiðtogi Þjóðarflokksins og fer með utanríkismál í nýrri landsstjórn - málaflokk sem hingað til hefur verið á könnu Dana. Hann vildi koma til Íslands í sína fyrstu opinberu heimsókn í því embætti. Hann átti fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra síðdegis.

Høgni Hoydal segir það best fyrir Færeyjar að komast í EFTA. Til þess njóti Færeyingar stuðnings Íslendinga, Norðmanna og Lichtensteina. Það færi vel á fyrir Færeyjar að vera í EFTA með Íslandi og Noregi.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir Íslendinga hafa stutt þetta og leitað verði leiða til að kanna hvernig þetta megi þróast.

Høgni Hoydal heldur til Grænlands snemma í fyrramáið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×