Indverjinn Arjen Atwal er sigurveri á Malasíu-meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Atwal bar sigur úr býtum í Kuala Lumpur snemma í morgun en hann vann Peter Hedblom á annari holu í bráðabana. Hedblom vann þetta mót í fyrra.
Þeir voru 18 höggum undir pari eftir 72 holur. Englendingurinn Simon Dyson og Ástralinn Kane Webber urðu jafnir í 3. sæti einu höggi á eftir. Ítalinn Molinari hafnaði í fimmta sæti.