Guðmundur Stephensen og Lilja Rós Jóhannesdóttir eru Íslandsmeistarar í einliðaleik í borðtennis. Bæði keppa þau fyrir Víking Reykjavík.
Guðmundur vann KR-inginn Kjartan Briem í úrslitaleik. Hann varð einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik með Magnúsi K. Magnússyni.
Lilja lagði Guðrúnu Björnsdóttur í úrslitaleiknum í kvennaflokki. Guðrún varð þó Íslandsmeistari í tvíliðaleik með Ragnhildi Sigurðardóttur.