Íslenski boltinn

Jóhann: Ánægður með að fá að taka aukaspyrnuna

Elvar Geir Magnússon skrifar

Jóhann Berg Guðmundsson, sautján ára leikmaður Breiðabliks, lék sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann lagði upp mark íslenska liðsins sem Grétar Rafn Steinsson skoraði.

„Það var mjög skemmtilegt að ná stoðsendingu og er ánægður með að hafa fengið að taka aukaspyrnuna. Það kom mér mikið á óvart að ég var í byrjunarliðinu. Ég var orðinn frekar þreyttur þarna undir lokin," sagði Jóhann sem var tekinn af velli strax eftir íslenska markið.

„Þegar ég fékk að vita að ég væri í byrjunarliðinu fór ég að hugsa út í hvernig þetta yrði. Þetta var nokkurnveginn eins og ég hugsaði mér. Það var smá fiðringur í manni en ég var ekkert stressaður."

„Maður vonast núna bara eftir því að fá fleiri landsleiki. Hvort það verða næstu landsleikir eða einhverntímann seinna mun bara koma í ljós. Þetta eru skemmtilegir strákar og gaman að vera innan um þennan hóp. Ég hefði alveg getað spilað betur en er samt sáttur," sagði Jóhann Berg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×