Handbolti

Aron tekur tilboði Kiel

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/E.Stefán
Mynd/E.Stefán

Aron Pálmarsson mun á næstu dögum skrifa undir fjögurra ára samning við þýska stórliðið Kiel. Þetta staðfestir hann í samtali við Morgunblaðið og segir ákvörðunina alls ekki hafa verið erfiða.

FH og Kiel eiga nú aðeins eftir að ná samkomulagi um kaupverðið á Aroni en reiknað er með að þau mál verði komin í höfn bráðlega.

„Það var frábært að koma þarna til Kiel. Öll aðstaða flott og mér leist vel á allt hjá félaginu sem og bæinn. Þetta gerist ekki betra," sagði Aron í viðtali nýlega en þjálfari Kiel er Alfreð Gíslason.

„Þeir eru með í öllum keppnum og að spila 60 leiki á ári. Alfreð ætlar að kaupa mig til þess að láta mig spila. Hann sagði aldur vera afstæðan. Ef ég væri nógu góður þá væri ég nógu gamall og því þarf ég að sýna fram á að ég sé nógu góður," sagði Aron.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×