Markaregn í Meistaradeildinni Elvar Geir Magnússon skrifar 21. október 2008 20:00 Dimitar Berbatov skoraði tvívegis fyrir Manchester United í kvöld. Það var heldur betur líf og fjör í Meistaradeild Evrópu í kvöld og mikið skorað. Alls 36 mörk voru skoruð í átta leikjum en aldrei áður hefur verið skorað jafnmikið á einu Meistaradeildarkvöldi. Þremur umferðum er nú lokið í helmingi af riðlum keppninnar en neðar á síðunni má sjá öll úrslit kvöldsins. Dimitar Berbatov átti stórleik fyrir Manchester United sem vann Glasgow Celtic 3-0. Berbatov skoraði tvö fyrstu mörk United en var reyndar rangstæður í þeim báðum. Wayne Rooney er sjóðandi heitur og hefur skorað í sjö leikjum í röð en hann gerði þriðja markið. Celtic er eina lið Meistaradeildarinnar sem ekki hefur náð að skora í riðlakeppninni. Í hinum leik E-riðilsins vann Villareal sigur á danska liðinu Álaborg 6-3 í miklum markaleik. Llorente skoraði þrennu fyrir spænska liðið. Nokkuð ljóst er að United og Villareal fara upp úr riðlinum. Það var ótrúlegur leikur í F-riðli þar sem franska liðið Lyon vann 5-3 útisigur á Steaua Búkarest eftir að hafa verið undir í leiknum. Miroslav Klose, Zé Roberto og Schweinsteiger skoruðu mörk Bayern München sem vann Fiorentina 3-0. Í G-riðli gerði Arsenal góða ferð til Tyrklands og vann 5-2 útisigur. Emmanuel Adebayor, Abu Diaby, Theo Walcott, Aaron Ramsey og Alexandre Song skoruðu mörk enska liðsins. Dynamo Kiev vann útisigur á Porto í hinum leik riðilsins. Í H-riðli var stórleikur á dagskrá. Juventus vann 2-1 sigur á Real Madrid. Alessandro Del Piero og Amauri komu Juventus í 2-0 áður en Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn. E-riðill:Man Utd - Celtic 3-0 Villareal - AaB 6-3 Staðan: 1. Man Utd, 7 stig (+6 í markatölu) 2. Villareal, 7 (+4) 3. Celtic, 1 (-4) 4. AaB, 1 (-6)F-riðill: Bayern München - Fiorentina 3-0 Steaua Búkarest - Lyon 3-5 Staðan: 1. Bayern Münch, 7 stig (+4 í markatölu) 2. Lyon, 5 (+2) 3. Fiorentina, 2 (-3) 4. Steaua Búkar, 1 (-3)G-riðill: Fenerbahce - Arsenal 2-5 Porto - Dynamo Kiev 0-1 Staðan: 1. Arsenal, 7 stig (+7 í markatölu) 2. Dynamo Kiev, 5 (+1) 3. Porto, 3 (-3) 4. Fenerbahce, 1 (-5)H-riðill: Zenit St Pétursborg - BATE 1-1 Juventus - Real Madrid 2-1 Staðan: 1. Juventus, 7 stig (+2 í markatölu) 2. Real Madrid, 6 (+1) 3. BATE, 2 (-2) 4. Zenit, 1 (-2) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Berbatov: Ekki mitt hlutverk að dæma rangstöðu Dimitar Berbatov var í skýjunum með umdeildu mörkin sín tvö í 3-0 sigrinum á Celtic. Bæði skoraði hann af stuttu færi en í endursýningum sást að hann var rangstæður í bæði skiptin. 21. október 2008 21:23 Walcott: Erum á flugi Arsenal heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni og vann liðið 5-2 útisigur á Fenerbahce í kvöld. Theo Walcott skoraði annað mark Arsenal í leiknum. 21. október 2008 22:00 Del Piero: Fyrsta skrefið úr vandræðunum Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti. 21. október 2008 21:11 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Það var heldur betur líf og fjör í Meistaradeild Evrópu í kvöld og mikið skorað. Alls 36 mörk voru skoruð í átta leikjum en aldrei áður hefur verið skorað jafnmikið á einu Meistaradeildarkvöldi. Þremur umferðum er nú lokið í helmingi af riðlum keppninnar en neðar á síðunni má sjá öll úrslit kvöldsins. Dimitar Berbatov átti stórleik fyrir Manchester United sem vann Glasgow Celtic 3-0. Berbatov skoraði tvö fyrstu mörk United en var reyndar rangstæður í þeim báðum. Wayne Rooney er sjóðandi heitur og hefur skorað í sjö leikjum í röð en hann gerði þriðja markið. Celtic er eina lið Meistaradeildarinnar sem ekki hefur náð að skora í riðlakeppninni. Í hinum leik E-riðilsins vann Villareal sigur á danska liðinu Álaborg 6-3 í miklum markaleik. Llorente skoraði þrennu fyrir spænska liðið. Nokkuð ljóst er að United og Villareal fara upp úr riðlinum. Það var ótrúlegur leikur í F-riðli þar sem franska liðið Lyon vann 5-3 útisigur á Steaua Búkarest eftir að hafa verið undir í leiknum. Miroslav Klose, Zé Roberto og Schweinsteiger skoruðu mörk Bayern München sem vann Fiorentina 3-0. Í G-riðli gerði Arsenal góða ferð til Tyrklands og vann 5-2 útisigur. Emmanuel Adebayor, Abu Diaby, Theo Walcott, Aaron Ramsey og Alexandre Song skoruðu mörk enska liðsins. Dynamo Kiev vann útisigur á Porto í hinum leik riðilsins. Í H-riðli var stórleikur á dagskrá. Juventus vann 2-1 sigur á Real Madrid. Alessandro Del Piero og Amauri komu Juventus í 2-0 áður en Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn. E-riðill:Man Utd - Celtic 3-0 Villareal - AaB 6-3 Staðan: 1. Man Utd, 7 stig (+6 í markatölu) 2. Villareal, 7 (+4) 3. Celtic, 1 (-4) 4. AaB, 1 (-6)F-riðill: Bayern München - Fiorentina 3-0 Steaua Búkarest - Lyon 3-5 Staðan: 1. Bayern Münch, 7 stig (+4 í markatölu) 2. Lyon, 5 (+2) 3. Fiorentina, 2 (-3) 4. Steaua Búkar, 1 (-3)G-riðill: Fenerbahce - Arsenal 2-5 Porto - Dynamo Kiev 0-1 Staðan: 1. Arsenal, 7 stig (+7 í markatölu) 2. Dynamo Kiev, 5 (+1) 3. Porto, 3 (-3) 4. Fenerbahce, 1 (-5)H-riðill: Zenit St Pétursborg - BATE 1-1 Juventus - Real Madrid 2-1 Staðan: 1. Juventus, 7 stig (+2 í markatölu) 2. Real Madrid, 6 (+1) 3. BATE, 2 (-2) 4. Zenit, 1 (-2)
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Berbatov: Ekki mitt hlutverk að dæma rangstöðu Dimitar Berbatov var í skýjunum með umdeildu mörkin sín tvö í 3-0 sigrinum á Celtic. Bæði skoraði hann af stuttu færi en í endursýningum sást að hann var rangstæður í bæði skiptin. 21. október 2008 21:23 Walcott: Erum á flugi Arsenal heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni og vann liðið 5-2 útisigur á Fenerbahce í kvöld. Theo Walcott skoraði annað mark Arsenal í leiknum. 21. október 2008 22:00 Del Piero: Fyrsta skrefið úr vandræðunum Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti. 21. október 2008 21:11 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Berbatov: Ekki mitt hlutverk að dæma rangstöðu Dimitar Berbatov var í skýjunum með umdeildu mörkin sín tvö í 3-0 sigrinum á Celtic. Bæði skoraði hann af stuttu færi en í endursýningum sást að hann var rangstæður í bæði skiptin. 21. október 2008 21:23
Walcott: Erum á flugi Arsenal heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni og vann liðið 5-2 útisigur á Fenerbahce í kvöld. Theo Walcott skoraði annað mark Arsenal í leiknum. 21. október 2008 22:00
Del Piero: Fyrsta skrefið úr vandræðunum Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti. 21. október 2008 21:11