Hvatt til sameininga 12. apríl 2008 00:01 Lárus Welding, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, ræðir við félagsmenn. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir tímabært fyrir fjármálafyrirtækin að huga að sameiningum. MYND/SFF Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að fjármálafyrirtækin verði að huga að aðhaldi, sameiningum, krossstjórnarsetu og aukins gegnsæis í upplýsingagjöf. „Æskilegt væri, með það að markmiði, að stuðla að heilbrigðum og traustum rekstri og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, að fjármálafyrirtæki og eigendur þeirra hugi ekki eingöngu að krosseignartengslum heldur einnig að krossstjórnarsetu í fyrirtækjum í fjármálaþjónustu," sagði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í ræðu á degi Samtaka fjármálafyrirtækja í fyrradag. Þessi ábending var ein þeirra sex ábendinga til fjármálafyrirtækja sem Jónas setti fram í ræðunni. Hann sagði einnig að stjórnendur bankanna þyrftu að sýna að þeir kynnu að rífa seglin í þeim stormi og stórsjó sem nú gengi yfir „og lækka kostnað og minnka efnahag sinn". Hann benti á að meginábyrgðin hvíldi á stjórnendum og eigendum bankanna. Þeir nytu hagnaðarins og bæru tapið. Jónas sagði einnig að nýta ætti núverandi aðstæður til að huga að hagræðingu og sameiningum á innlendum fjármálamarkaði. „Þá á ég ekki endilega við stór-samruna," sagði Jónas og benti á að hér á landi hefðu 34 fyrirtæki starfsleyfi sem lánafyrirtæki. Verðbréfafyrirtæki væru þarna ekki talin með. Þá vill Jónas að bankar auki gegnsæi í upplýsingagjöf, auk þess sem bankarnir þyrftu, ef það hægir á í efnahagslífinu, að huga að útlánagæðum, grípa fljótt inn í séu vandræði í uppsiglingu og leggja strax til hliðar inn á afskriftarreikning. „Jafnframt þurfa fjármálafyrirtækin að gæta jafnræðis í meðhöndlun sinni á skuldurum." „Í sjötta lagi er stóra verkefnið að vinna að fjármögnun og viðhalda lausafjárstöðu," sagði Jónas og bætti því við að bankarnir hefðu staðið vel að vígi þegar lausafjárerfiðleikar hófust á alþjóðamörkuðum. Hins vegar verði þetta ár tiltölulega létt í endurfjármögnun, en menn verði að sýna árvekni „því lausafjárerfiðleikar eru áhætta sem getur birst með skömmum fyrirvara". ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að fjármálafyrirtækin verði að huga að aðhaldi, sameiningum, krossstjórnarsetu og aukins gegnsæis í upplýsingagjöf. „Æskilegt væri, með það að markmiði, að stuðla að heilbrigðum og traustum rekstri og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, að fjármálafyrirtæki og eigendur þeirra hugi ekki eingöngu að krosseignartengslum heldur einnig að krossstjórnarsetu í fyrirtækjum í fjármálaþjónustu," sagði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í ræðu á degi Samtaka fjármálafyrirtækja í fyrradag. Þessi ábending var ein þeirra sex ábendinga til fjármálafyrirtækja sem Jónas setti fram í ræðunni. Hann sagði einnig að stjórnendur bankanna þyrftu að sýna að þeir kynnu að rífa seglin í þeim stormi og stórsjó sem nú gengi yfir „og lækka kostnað og minnka efnahag sinn". Hann benti á að meginábyrgðin hvíldi á stjórnendum og eigendum bankanna. Þeir nytu hagnaðarins og bæru tapið. Jónas sagði einnig að nýta ætti núverandi aðstæður til að huga að hagræðingu og sameiningum á innlendum fjármálamarkaði. „Þá á ég ekki endilega við stór-samruna," sagði Jónas og benti á að hér á landi hefðu 34 fyrirtæki starfsleyfi sem lánafyrirtæki. Verðbréfafyrirtæki væru þarna ekki talin með. Þá vill Jónas að bankar auki gegnsæi í upplýsingagjöf, auk þess sem bankarnir þyrftu, ef það hægir á í efnahagslífinu, að huga að útlánagæðum, grípa fljótt inn í séu vandræði í uppsiglingu og leggja strax til hliðar inn á afskriftarreikning. „Jafnframt þurfa fjármálafyrirtækin að gæta jafnræðis í meðhöndlun sinni á skuldurum." „Í sjötta lagi er stóra verkefnið að vinna að fjármögnun og viðhalda lausafjárstöðu," sagði Jónas og bætti því við að bankarnir hefðu staðið vel að vígi þegar lausafjárerfiðleikar hófust á alþjóðamörkuðum. Hins vegar verði þetta ár tiltölulega létt í endurfjármögnun, en menn verði að sýna árvekni „því lausafjárerfiðleikar eru áhætta sem getur birst með skömmum fyrirvara". ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira