Íslenski boltinn

KR í úrslit bikarkeppni kvenna

KR-stúlkurnar Hrefna Jóhannesdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru báðar skotskónum gegn Breiðablik í dag.
KR-stúlkurnar Hrefna Jóhannesdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru báðar skotskónum gegn Breiðablik í dag.

KR-stúlkur tryggðu sér sæti í úrslitum VISA-bikars kvenna í fótbolta með því að leggja Breiðablik að velli, 4-2, á KR-vellinum í dag. Staðan í hálfleik var, 3-0, KR í vil og sigurinn því aldrei í hættu.

Hrefna Jóhannesdóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir KR á 6. mínútu og Hólmfríður Magnúsdóttir bætti öðru marki við á 9. mínútu. Þriðja markið var síðan sjálfsmark Blikastúlku og þrátt fyrir óteljandi færi tókst KR-stúlkum ekki að bæta við fleiri mörkum áður en flautað var til hálfleiks.

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir skoraði fjórða mark KR á 63. mínútu en Blikastúlkur minnkuðu muninn með tveimur mörkum. Fyrst skoraði Sara Björk Gunnarsdóttir á 68. mínútu og síðan Erna Björk Sigurðardóttir á 76. mínútu. Nær komust Breiðabliksstúlkur ekki og loaktölur urðu 4-2.

KR-stúlkur, sem hafa titil að verja, mæta Valsstúlkum í úrslitaleik á Laugardalsvelli 20. september. búast má við hörkuleik enda eigast þarna við tvö efstu lið deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×