Viðskipti innlent

Bakkavör hækkar mest í byrjun dags

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Þeir tengjast öllum þremur félögunum sem hafa hækkað mest í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Þeir tengjast öllum þremur félögunum sem hafa hækkað mest í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 2,4 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Á sama tíma lækkaði gengi 365 um 1,74 prósent í kjölfar 4,55 prósenta hækkunar í gær.

Önnur félög sem hafa hækkað eru Exista, sem hefur farið upp um 0,7 prósent, Kaupþings, sem hefur hækkað um 0,52 prósent, Atlantic Airways, sem hefur hækkað um 0,46 prósent, og Glitnir, sem hefur hækkað um 0,31 prósent.

Gengi Eimskipafélagsins hefur lækkað frekar í dag, eða um rúmt prósent. Þá hefur gengi bréfa í Össuri lækkað um 0,32 prósent, í Straumi um 0,3 prósent og í Landsbankanum um 0,21 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,21 prósent og stendur hún í 4.518 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×