Tónlist

Taka upp nýja plötu

Hljómsveitin Hot Chip byrjar upptökur á sinni fjórðu plötu í nóvember.
Hljómsveitin Hot Chip byrjar upptökur á sinni fjórðu plötu í nóvember.

Hljómsveitin Hot Chip, sem spilaði á Iceland Airwaves hér um árið, hefur upptökur á sinni fjórðu plötu í nóvember. Síðasta plata sveitarinnar, Made in the Dark, kom út í febrúar síðastliðnum og því skammt stórra högga á milli þar á bæ.

„Við erum tilbúnir með demó fyrir sex eða sjö lög en erum eiginlega ekki byrjaðir að vinna þau almennilega. Eitt lagið heitir Alley Cats og fjallar um það að tapa einhverjum á dansgólfinu og reyna að finna þá aftur," sagði forsprakkinn Alexis Taylor og bætir því við að á plötunni verði diskóið í hávegum haft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.