Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum fellur um tæp sex prósent

Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum.
Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum. Mynd/Valli

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um 5,8 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Félagið greindi frá því í gær að það hefði hætt olíuleit á Hook Head-svæðinu þar sem niðurstöður hefðu ekki skilað viðunandi niðurstöðu.

Þetta er mesta lækkun dagsins.

Á sama tíma hefur gengi hlutabréf í Existu fallið um 2,2 prósent en gengi bréfa í Glitni lækkað um 0,98 prósent, í Færeyjabanka um 0,65 prósent. Gengi bréfa í Kaupþingi, Landsbankanum og í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur lækkað minna.

Einungis gengi bréfa í Bakkavör hefur hækkað í dag, eða um 0,74 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,45 prósent og stendur vísitalan í 4.209 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×