Viðskipti innlent

Færeyingar efstir og neðstir

Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum.
Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum. Mynd/Valli
Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 4,85 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma féll gengi bréfa í Færeyjabanka um 2,28 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways 2,06 prósent á sama tíma. Gengi bréfa í Glitni hækkaði um 1,73 prósent og Landsbankans um 1,42 prósent. Bréf í Kaupþingi, Straumi og Bakkavör hækkaði um tæpt prósent á sama tíma. Hins vegar hefur gengi bréfa Marel lækkað um 168 prósent, Eimskips um 1,26 prósent auk þess sem bréf Össurar og Existu hefur lækkað um tæpt prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,85 prósent og stendur hún í 3.834 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×