Singh og Hart með forystu á Pebble Beach Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2008 14:02 Dudley Hart náði fugli á 18. holu í gær. Nordic Photos / Getty Images Þeir Vijay Singh og Dudley Hart eru með forystu á Pro-Am mótinu á Pebble Beach í Kaliforníu fyrir lokakeppnisdaginn sem verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Meira en áratugur er liðinn síðan að Hart var síðast með forystu fyrir síðasta keppnisdaginn á PGA-móti og tæp átta ár eru síðan hann bar síðast sigur úr býtum á slíku móti. En árangur Hart er afar merkilegur, ekki síst fyrir þær sakir að hann keppti ekkert á síðustu sex mánuðum síðasta keppnistímabils þar sem kona hans greindist með krabbamein. Hún er þó á góðum batavegi eins og er. Hart og Singh hafa leikið á 207 höggum eða níu undir pari sem er besta skorið á mótinu á Pebble Beach eftir 54 holur síðan 1990. Dustin Johnson og Michael Allen eru næstir á eftir á sjö höggum undir pari. Phil Mickelson er ríkjandi meistari en komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær er hann lék fjórtándu holuna í gær á ellefu höggum. Hann var í ágætum málum fyrir holuna en kláraði svo á 78 höggum sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn, sem fyrr segir. Greg Norman komst ekki heldur í gegnum niðurskurðinn en hann lék á 79 höggum í gær og var tíu höggum frá niðurskurðinum. Hann lék á sínu fyrsta PGA-móti í átján mánuði um helgina. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þeir Vijay Singh og Dudley Hart eru með forystu á Pro-Am mótinu á Pebble Beach í Kaliforníu fyrir lokakeppnisdaginn sem verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Meira en áratugur er liðinn síðan að Hart var síðast með forystu fyrir síðasta keppnisdaginn á PGA-móti og tæp átta ár eru síðan hann bar síðast sigur úr býtum á slíku móti. En árangur Hart er afar merkilegur, ekki síst fyrir þær sakir að hann keppti ekkert á síðustu sex mánuðum síðasta keppnistímabils þar sem kona hans greindist með krabbamein. Hún er þó á góðum batavegi eins og er. Hart og Singh hafa leikið á 207 höggum eða níu undir pari sem er besta skorið á mótinu á Pebble Beach eftir 54 holur síðan 1990. Dustin Johnson og Michael Allen eru næstir á eftir á sjö höggum undir pari. Phil Mickelson er ríkjandi meistari en komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær er hann lék fjórtándu holuna í gær á ellefu höggum. Hann var í ágætum málum fyrir holuna en kláraði svo á 78 höggum sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn, sem fyrr segir. Greg Norman komst ekki heldur í gegnum niðurskurðinn en hann lék á 79 höggum í gær og var tíu höggum frá niðurskurðinum. Hann lék á sínu fyrsta PGA-móti í átján mánuði um helgina.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti