Viðskipti innlent

Kröfuhafar flytja hingað

Fulltrúar erlendra kröfuhafa í íslensku bankanna hafa mikið verið í ferðum hingað og sumir opnað skrifstofur. Þetta staðfestir Sigmundur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.

„Sumir búast allt eins við því að vera hér í tvö ár," segir hann, en í þeim hópi séu einkum evrópskir bankar. Meðal banka sem lánuðu þeim íslensku voru Commersbank og Bayern Landesbank, Fortis bankinn og Barclays bankinn.

„Þeir hafa verið í sambandi við okkur frá fyrsta degi og fjármálaráðherra hefur lagt sig allan fram um að eiga við þá góð og greið samskipti," segir Sigmundur. Samskiptin við erlendu kröfuhafanna skipti miklu máli. Ekki eingöngu vegna bankanna, heldur einnig atvinnufyrirtækja, ekki síst orkufyrirtækjanna.

„Það er klár skilningur milli manna að Íslendingar fái ráðrúm til að vinna úr sínum málum," segir hann.- ikh








Fleiri fréttir

Sjá meira


×