Formúla 1

Umfangsmikil umfjöllun um Formúlu 1

Nýstárlegt myndver Sýnar fyrir Formúlu 1.
Fyrsta útsending Sýnar frá Formúlu 1 verður á mánudagskvöld. Þá verður sýnt frá frumsýningum Formúlu 1 keppnisliða og rætt við toppökumenn liðanna og tæknistjóra. Síðan verða átta útsendingar í viðbót í vikunni frá Formúlu 1 á Sýn. Sýn hefur samið við fjóra kostendur um samvinnu vegna útsendinganna, en það eru fyrirtækin N1, Lýsing, DHL og byggingarfélagið Bygg. Útsendingar Sýnar frá Formúlu 1 verða þær umfangsmestu í sögu sjónvarpsútsendinga frá íþróttinni hérlendis. Þá hefur Sýn tryggt sér sýningarréttinn á Formúlu 3 mótum í Bretlandi, þar sem Kristján Einar Kristjánsson og VIktor Þór Jensen keppa af kappi. Kristján hefur þegar hafið æfingar í Formúlu 3 með Carin Motorsport og var á Silverstone í vikunni, en Viktor bíður eftir að komast yfir bíl hjá nýju keppnisliði. Reglulegar fréttir verða á visi.is um Formúlu 1 á þessu keppnistímabili, en www.kappakstur.is verður sérstakur útsendingarvefur Formúlu 1 útsendinganna. Þar eru upplýsingar um tölfræði, brautir og mótsstaði, sem unnar eru í samstarfi við sérfræðinga hér heima og erlendis. Bylgjan verður með ítarlega umfjöllun um Formúlu 1 í kringum mótshelgar og m.a. verður Rúnar Róbertsson með fasta umfjöllun um Formúlu 1 í sínum þáttum á föstudögum. sjá nánar á www.kappakstur.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×