Viðskipti innlent

Krónan styrkist eftir aðkomu IMF

Krónan tók kipp eftir að tilkynnt var að ríkisstjórnin hafi formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Krónan styrktist um tvö prósent eftir veikingu í morgun. Gengisvísitalan stendur nú í 201,8 stigum en fór í rúm 206 stig í morgun. Styrkingin innan dags nemur tveimur prósentum. Þetta þýðir ennfremur að krónan hafi styrkst um tæplega hálft prósent frá í gær. Bandaríkjadalur kostar þessu samkvæmt 117 krónur, ein evra 149 krónur, eitt breskt pund 186 krónur og ein dönsk króna 19,9 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×