Íslenski boltinn

Atli Eðvaldsson

MYND/MYNDASAFN KSÍ
Er enn þekktur í Þýskalandi fyrir mörkin fimm sem hann skoraði fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Eintracht Frankfurt í leik árið 1983. Það gerðist á laugardegi og sólarhring síðar var hann mættur á Laugardalsvöll þar sem hann tryggði Íslandi 1-0 sigur á Möltu. Tvöfaldur Íslandsmeistari með Val og fór svo til Þýskalands árið 1979 þar sem hann var í níu ár, lék 226 leiki og skoraði 59 mörk. Kom þá aftur heim til Vals árið 1998 þar sem hann var í tvö tímabil áður en hann samdi við tyrkneska liðið Genclerbirligi. Þar lék hann í eitt ár og kom svo til Íslands á nýjan leik og gekk þá til liðs við KR. Hann var leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins þegar hann hætti að leika með því árið 1991

Landsleikir: 70/8



Fleiri fréttir

Sjá meira


×