Viðskipti innlent

Century Aluminum hækkar mest í byrjun dags

Úr álverinu á Grundartanga.
Úr álverinu á Grundartanga.
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, rauk upp um 8,5 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Á eftir fylgir gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem fór upp um 5,95 prósent, og Spron, sem stökk upp um 3,33 prósent. Exista hækkaði um 1,19 prósent, Glitnir um rúm 0,5 prósent og Kaupþing um 0,44 prósent. Á sama tíma hefur gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu haldið áfram að lækka. Það hefur farið niður um 1,48 prósent í dag. Færeyjabanki hefur lækkað um 0,96 prósent, Bakkavör um 0,86 prósent og Landsbankinn um 0,7 prósent. Bréf Atorku, Össurar, Straums og Marel hefur lækkað minna. Úrvalvísitalan hefur hækkað um 0,16 prósent og stendur vísitalan í 3.857 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×