Viðskipti innlent

Gengi Eimskipafélagsins féll um 16,5 prósent

Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélagsins. Gengi bréfa í félaginu féll um tæp 16,5 prósent í dag.
Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélagsins. Gengi bréfa í félaginu féll um tæp 16,5 prósent í dag.
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um tæp 16,5 prósent undir lok viðskipta í Kauphöllinni í dag. Að öðru leyti einkenndist dagurinn af hækkun hlutabréfaverðs líkt og á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa Spron stökk upp um 7,39 prósent og Existu um 5,66 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í álfélaginu Century Aluminum um 4,94 prósent og færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 2,46 prósent. 23 viðskipti standa á bak við fall Eimskipafélagsins upp á rúmar 52 milljónir króna. Á bak við stökk Spron voru þrjú viðskipti upp á rúmar 313 þúsund krónur. Gengi annarra félaga hækkaði minna, minnst í Atorku, sem hækkaði um 0,42 prósent. Tvö félög lækkuðu á sama tíma. Eimskipafélagið, eins og fyrra sagði, og gengi bréfa í Eik banka. Það fór niður um 0,91 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,46 prósent og stendur vísitalan í 4.117 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×