Viðskipti innlent

Eimskipafélagið leiddi lækkun dagsins

Eitt af skipum Eimskips.
Eitt af skipum Eimskips.
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hafði fallið um 21 prósent þegar viðskiptadeginum lauk í Kauphöllinni lauk í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Þá féll gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu 8,44 prósent og í löndum þeirra, Eik banka, um 6,86 prósent. Gengi bréfa í Spron féll mest íslenskra félaga, ef frá er talið Eimskip, eða um 6,54 prósent. Century Aluminum fór niður um 3,8 prósent, Atorka um 2,59 prósent, Bakkavör um 2,47 prósent, Exista um 2,46 og Glitnir um 2,02 prósent. Gengi annarra félaga lækkaði minna. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Færeyjabanka um 0,64 prósent. Þetta var jafnframt eina félagið sem hækkaði í verði. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,73 prósent og stendur hún í 3.898 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×