Innlent

Í þriðja sinn á þremur áratugum sem tveir birnir koma sama árið

Ísbjörninn á Þverárfjalli á dögunum.
Ísbjörninn á Þverárfjalli á dögunum.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir komu ísbjarna hingað til lands mun algengari en fólk átti sig á. Þetta er í þriðja sinn á síðustu þremur áratugum sem tveir ísbirnir koma að landi á sama árinu.

Eins og fram hefur komið í fréttum dvelur ísbjörn nú við bæinn Hraun á Skaga í Skagafirði en hans varð vart um hádegisbil í dag. Umhverfisstofnun hefur ákveðið að reyna að bjarga honum og mun njóta aðstoðar starfsmanna frá dýragarðinum í Kaupmannahöfn.

Jón Gunnar segir komur ísbjarna mun algengari en fólk átti sig ár. Náttúrufræðistofnun heldur saman tölum um slíkar komur og Jón Gunnar segir að frá landnámi séu skráðar 600-700 komur og 40 frá árinu 1918. Ísbjörninn sem kom í dag var sá sextándi í röðinni á síðustu þrjátíu árum en á þeim tíma hafi tvisvar áður komið tveir birnir á sama árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×