Viðskipti innlent

Marel hækkaði mest í dag

Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems.
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hækkaði um 1,29 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi Century Aluminum, sem hækkaði um 1,22 prósent og Össur, sem hækkaði um 0,95 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í Atorku Group um 9,09 prósent, gengi bréfa í Bakkavör lækkaði um 1,96 prósent, í Færeyjabanka um 1,79 prósent og í Eimskipafélaginu um 0,76 prósent. Viðskipti voru 47 talsins upp á 18,9 milljónir króna. Úrvalsvísitalan stóð óbreytt frá í gær, eða í 641 stigi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×