Kemur ekki til greina að Kristinn verði áfram þingflokksformaður 17. september 2008 15:44 Jón Magnússon. MYND/Stefán Miðstjórn Frjálslynda flokksins hefur skorað á þingflokkinn að gera Jón Magnússon, þingmann, að formanni þingflokksins í stað Kristins H. Gunnarssonar. Kristinn H. vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann en Jón Magnússon segir að Kristni sé ekki sætt á stóli þingflokksformanns. Kristinn segist ekki hafa mætt á miðstjórnarfundinn og vildi hann lítið tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann. Hann benti þó á að það væri þingflokkurinn sem tæki ákvörðun um hver væri þingflokksformaður hverju sinni og að sú ákvörðun væri miðstjórn flokksins óviðkomandi. Vísir hefur ekki náð í formann flokksins, Guðjón Arnar Kristjánnson vegna málsins, en hann mun staddur í Rússlandi ásamt fleiri þingmönnum. Grétar Mar Jónsson, þingmaður flokksins segir að Guðjón Arnar hafi lýst því yfir fyrir nokkru síðan að Jón ætti að taka við af Kristni um mitt kjörtímabil eða næsta vor. „Ég er sammála Guðjóni í því, að gera þetta næsta vor," sagði Grétar Mar. Jón Magnússon segist hafa vikið af fundinum áður en áskorunin var borin upp. Hann vildi lítið tjá sig um áskorun miðstjórnarfundarins, sagði að það færi betra að ræða það við formann flokksins. Hann er hinsvegar ómyrkur í máli þegar hann er inntur álits á því hvernig Kristinn hafi staðið sig í starfi þingflokksformanns: „Ég tel eiginlega ekki koma til greina að hann haldi áfram sem þingflokksformaður," segir Jón, sem segist byggja þá skoðun sína á því hvernig Kristinn hafi „farið fram í sínum störfum." Aðspurður hvort Kristni væri yfirhöfuð sætt í Frjálslynda flokknum segir Jón að það sé allt annað mál. „Þetta er spurning um hvort þú viljir lúta forystu ákveðins aðila og teljir hann eðlilegasta foringjann. Ég hef gert Guðjóni Arnari ljóst að miðað við fengna reynslu af Kristni gangi ekki að hafa hann sem þingflokksformann." „En það hefur ekkert með það að gera hvort ég taki við eða einhver annar," segir Jón. Hann segist ekki kannast við það að Guðjón hafi ákveðið að skipt verði um formann næsta vor, eins og Grétar Mar segir. „Hann hefur ekki rætt það við mig," sagði Jón. „Guðjón er ekki einræðisherra í þessum flokki. Það er lýðræði í þessu landi og í stjórnmálaflokkum landsins." Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Miðstjórn Frjálslynda flokksins hefur skorað á þingflokkinn að gera Jón Magnússon, þingmann, að formanni þingflokksins í stað Kristins H. Gunnarssonar. Kristinn H. vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann en Jón Magnússon segir að Kristni sé ekki sætt á stóli þingflokksformanns. Kristinn segist ekki hafa mætt á miðstjórnarfundinn og vildi hann lítið tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann. Hann benti þó á að það væri þingflokkurinn sem tæki ákvörðun um hver væri þingflokksformaður hverju sinni og að sú ákvörðun væri miðstjórn flokksins óviðkomandi. Vísir hefur ekki náð í formann flokksins, Guðjón Arnar Kristjánnson vegna málsins, en hann mun staddur í Rússlandi ásamt fleiri þingmönnum. Grétar Mar Jónsson, þingmaður flokksins segir að Guðjón Arnar hafi lýst því yfir fyrir nokkru síðan að Jón ætti að taka við af Kristni um mitt kjörtímabil eða næsta vor. „Ég er sammála Guðjóni í því, að gera þetta næsta vor," sagði Grétar Mar. Jón Magnússon segist hafa vikið af fundinum áður en áskorunin var borin upp. Hann vildi lítið tjá sig um áskorun miðstjórnarfundarins, sagði að það færi betra að ræða það við formann flokksins. Hann er hinsvegar ómyrkur í máli þegar hann er inntur álits á því hvernig Kristinn hafi staðið sig í starfi þingflokksformanns: „Ég tel eiginlega ekki koma til greina að hann haldi áfram sem þingflokksformaður," segir Jón, sem segist byggja þá skoðun sína á því hvernig Kristinn hafi „farið fram í sínum störfum." Aðspurður hvort Kristni væri yfirhöfuð sætt í Frjálslynda flokknum segir Jón að það sé allt annað mál. „Þetta er spurning um hvort þú viljir lúta forystu ákveðins aðila og teljir hann eðlilegasta foringjann. Ég hef gert Guðjóni Arnari ljóst að miðað við fengna reynslu af Kristni gangi ekki að hafa hann sem þingflokksformann." „En það hefur ekkert með það að gera hvort ég taki við eða einhver annar," segir Jón. Hann segist ekki kannast við það að Guðjón hafi ákveðið að skipt verði um formann næsta vor, eins og Grétar Mar segir. „Hann hefur ekki rætt það við mig," sagði Jón. „Guðjón er ekki einræðisherra í þessum flokki. Það er lýðræði í þessu landi og í stjórnmálaflokkum landsins."
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira