Guðni hefði átt að finna nýja foringja Breki Logason skrifar 17. nóvember 2008 16:55 Steingrímur Hermannsson Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist hafa áhyggjur af flokknum. Hann segir það þó ekki hafa komið sér á óvart að Guðni Ágústsson hafi sagt af sér formennsku í Framsóknarflokknum í dag. „Hann var að vísu búinn að vara mig við og sagðist vera orðinn þreyttur á þessu, svo það kom ekki alveg á óvart," segir Steingrímur sem var á miðstjórnarfundi flokksins á laugardaginn. „Deilan á laugardaginn snerist um gagnrýni á alla forystu flokksins og sérstaklega á ráðherrana sem voru í ríkissjórn á þessum árum. Það var ekkert sérstaklega deilt á Guðna heldur á forystuna í heild sinni sem tók þátt í þessum hrunadansi." Steingrímur segist efast um að afsögn Guðna komi í veg fyrir deilurnar sem eru innan flokksins. „Ég held það hefði mátt leiða þetta til lykta á annan máta en var gert. Guðni hefði átt að taka forystu í því að finna nýja foringja," segir Steingrímur. „Valgerður á margt gott skilið en hún var viðskiptaráðherra þegar bankarnir voru einkavæddir. Hún er hinsvegar mjög hæf, en ég held að það þurfi að stokka upp allt heila kerfið. Eftir þessa rassskellingu með Iceasave líst mér ekkert á þetta." Steingrímur segir að samkomulagið varðandi Icesavereikningana sé engin lausn. „Ef eignir Landsbankans duga ekki er verið að skuldbinda þjóðina um áratugi. Allir helstu forystumenn, bæði Seðlabankastjóri og ráðherrar sögðu að það kæmi ekki til greina að borga erlendar skuldir. Síðan eru þeir bara teknir og rassskelltir, ég held það þurfi að stokka þetta upp frá grunni." Tengdar fréttir Guðni segir af sér þingmennsku og formennsku í Framsókn Guðni Ágústsson hefur sagt af sér þingmennsku. Þetta tilkynnti Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar og vísaði til bréfs sem Guðni sendi þinginu. 17. nóvember 2008 15:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist hafa áhyggjur af flokknum. Hann segir það þó ekki hafa komið sér á óvart að Guðni Ágústsson hafi sagt af sér formennsku í Framsóknarflokknum í dag. „Hann var að vísu búinn að vara mig við og sagðist vera orðinn þreyttur á þessu, svo það kom ekki alveg á óvart," segir Steingrímur sem var á miðstjórnarfundi flokksins á laugardaginn. „Deilan á laugardaginn snerist um gagnrýni á alla forystu flokksins og sérstaklega á ráðherrana sem voru í ríkissjórn á þessum árum. Það var ekkert sérstaklega deilt á Guðna heldur á forystuna í heild sinni sem tók þátt í þessum hrunadansi." Steingrímur segist efast um að afsögn Guðna komi í veg fyrir deilurnar sem eru innan flokksins. „Ég held það hefði mátt leiða þetta til lykta á annan máta en var gert. Guðni hefði átt að taka forystu í því að finna nýja foringja," segir Steingrímur. „Valgerður á margt gott skilið en hún var viðskiptaráðherra þegar bankarnir voru einkavæddir. Hún er hinsvegar mjög hæf, en ég held að það þurfi að stokka upp allt heila kerfið. Eftir þessa rassskellingu með Iceasave líst mér ekkert á þetta." Steingrímur segir að samkomulagið varðandi Icesavereikningana sé engin lausn. „Ef eignir Landsbankans duga ekki er verið að skuldbinda þjóðina um áratugi. Allir helstu forystumenn, bæði Seðlabankastjóri og ráðherrar sögðu að það kæmi ekki til greina að borga erlendar skuldir. Síðan eru þeir bara teknir og rassskelltir, ég held það þurfi að stokka þetta upp frá grunni."
Tengdar fréttir Guðni segir af sér þingmennsku og formennsku í Framsókn Guðni Ágústsson hefur sagt af sér þingmennsku. Þetta tilkynnti Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar og vísaði til bréfs sem Guðni sendi þinginu. 17. nóvember 2008 15:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Guðni segir af sér þingmennsku og formennsku í Framsókn Guðni Ágústsson hefur sagt af sér þingmennsku. Þetta tilkynnti Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar og vísaði til bréfs sem Guðni sendi þinginu. 17. nóvember 2008 15:06